Jólatré sótt í Einkunnir

Ritstjórn Fréttir

Í dag fór umhverfisnefnd skólans upp í Einkunnir að sækja jólatré. Það vildi svo vel til að Friðrik Aspelund skógfræðingur var að sækja jólatré fyrir björgunasveitina og grysja skóginn þegar við komum. Hann og aðstoðarmaður hans leiðbeindu okkur um val á tréi. Tréið verður skreytt af stjórn nemendafélagsins á föstudaginn og verður svo dansað í kringum það á litlu jólunum síðar um daginn.