Rýming æfð

Ritstjórn Fréttir

Í dag var skólinn rýmdur. Tókst rýmingin mjög vel í alla staði, um 300 nemendur og 50 starfsmenn voru í skólanum þegar æfingin var tekin. Það tók rúmar 6 mín að rýma skóla og engin brann inni. Rýming sem þessi er liður í öryggisáætlun skólans og er framkvæmd í nánu samstarfi við slökkvilið Borgarbyggðar.