Ekkert fikt

Ritstjórn Fréttir

Á hverju ári slasast nokkrir um áramót vegna flugelda. Það eru helst ungir piltar sem slasast dagana fyrir og eftir áramótin en fullorðnir karlmenn á sjálfum áramótunum. Við fengum góða gesti í eldri deild skólans 16. desember með fræðslu um ýmislegt tengt flugeldum Verkefnið nefnist Ekkert fikt og það voru Slökkvilið Borgarbyggðar og Lögregla Borgarfjarðar og Dala (LBD) sem stóðu fyrir því.
Laufey Gísladóttir lögreglumaður fjallaði um hverjir og hvenær mætti selja flugelda og hvenær mætti nota þá og eins hverjir mættu kaupa flugelda. Hún einnig fór yfir refsirammann fyrir brot á þeim lögum og reglugerðum er lúta að þessu.
Haukur Valsson eldvarnaeftirlits-og sjúkraflutningamaður hjá slökkviliðinu fjallaði um hverjir það eru sem helst slasast og hverjar afleiðingarnar af þessum slysum eru. Þá var sýnt myndband sem hefur verið gert um flugeldaslys og þar var rætt við tvo þolendur þessara slysa sem lýstu þeir sinni reynslu, hvað þeir hafa þurft að ganga í gegnum. Einnig var sýnt frá slysadeildinni þegar verið var að gera aðgerðir á einstaklingum sem lent höfðu í svona slysum.
Við þökkum Lögreglu og Slökkviliði fyrir gott framtak.