Annar bekkur HÓ mættu færandi hendi á bókasafnið í dag og færðu safninu að gjöf Jólasögur. Þessar sögur voru unnar í byrjendalæsinu í framhaldi af vinnu með bókina Grýlusaga eftir Gunnar Karlsson. Vinnan fólst í því að nemendur fengu myndir af persónum sem þeir notuðu í sögurnar sínar. Áhersla var lögð á að sögurnar hefðu, heiti, upphaf, miðju og endi. Byrjað var á því að teikna sögugrunn á stóra örk út frá myndunum. Síðan sögðu nemendur söguna og kennari skráði hana. Í framhaldi af því slógu nemendur síðan textann inn í tölvur.