Fyrir nokkru tóku allir starfsmenn skólans og nemendur 4., 7. og 10. bekkja og forráðamenn þeirra þátt í könnun þar sem könnuð voru viðhorf þessara hópa til ýmissa þátta skólastarfsins. Er þetta liður í gagnasöfnun fyrir sjálfsmatsskýrslu sem væntanleg er í júní skv. áætlun þar um. Eru niðurstöður þessara viðhorfakannana hér að finna.
Eru þátttakendum færðar þakkir fyrir fyrirhöfnina en niðurstöður verða ásamt öðru lagðar til grundvallar þegar unnar verða úrbótaáætlanir í skólastarfinu.