Í morgun voru Litlu jólin í skólanum. Þau hófust kl. 9 í morgun með svokölluðum stofujólum, en þá fór hver bekkur eða árgangur til sinnar stofu. Börnin snæddu góðgæti, fengu jólakort og lukkupakka. Að því loknu var ýmistlegt gert sér til skemmtunar. Um hálfellefu var síðan haldið í íþróttahúsið þar sem 3. og 4. bekkur lék helgileik, 6. bekkingar sögðu söguna af því þegar Trölli stal jólunum. Stúlkur úr 7. bekk sungu og dönsuðu Last Christmas og 10. bekkur söng og lék tvö jólalög. Þá var komið að leyninúmeri nokkurra starfsmanna, sem settu á svið ABBA sjóv en að því loknu söng kórinn fjögur jólalög. Vel heppnuðum morgni lauk svo með því að dansað var í kringum jóltréð við undirleik Steinku Páls og Co. Að dansinum loknum héldu allir glaðir í bragði í jólafrí.