Vikufréttir

Ritstjórn Fréttir

Á haustdögum var byrjað að gefa út vikufréttir í skólanum sem komu út í lok hverrrar viku með fréttum af væntalegum atburðum í skólanum í vikunni á eftir. Fyrst í stað voru þær hugsaðar fyrir starfsmenn til upplýsingar en fljótlega kom ábending um að Vikufréttirnar ættu erindi til foreldra/forráðamanna og nemenda. Við prófuðum að senda þær með tölvupósti og birta á vefsíðu skólans. Mæltist það vel fyrir og höfum við ákveðið að halda því áfram.
Undir hnappnum Upplýsingar er hægt að finna vefðsíðu með heitinu Vikufréttir þar sem þær verða vistaðar framvegis.