Hreinsunardagur

Ritstjórn Fréttir

Þriðjudaginn 6. janúar var hreinsunardagur. Þá fóru báðir 6.bekkir út að tína rusl. Þeim var skipt í hópa þar sem bekkirnir máttu ráða með hverjum þeir væru í hópi. Það voru tveir til þrír í hverjum hópi með stóran poka sem ruslið fór í. Það er hægt að sjá myndir af þessu á grunnborg.is. Umhverfið var hreinsað í kringum íþróttahúsið og þar í grennd. Það var tínt rusl á leiðinni niður á Hótel og í kringum Óðal. Það var mikið rusl á skólalóðinni og mest allt ruslið tekið í kringum skólann og í brekkunni fyrir neðan skólann. Svo var allt rusl tekið í tröppunum og umhverfis tröppurnar fyrir neðan skólann. Þegar þessu var lokið fóru allir hópar með ruslapokana sína í gáminn bakvið skólann. Svo var líka sópað á skólalóðinni. Þetta var bara fínn umhverfisdagur. Við krakkarnir vorum líka glöð að sjá umhverfið okkar hreinna. Við viljum hreinan bæ umhverfis okkur.
Atli Steinar Ingason og Þórir Helgason
Umhverfisnefnd 6. bekkur. H.Þ.