Danskennsla

Ritstjórn Fréttir

Þriðjudaginn s.l. hófst dansnámskeið fyrir alla nemendur 3. – 6. bekkja. Kennari er Eva Karen Þórðardóttir. Kennt verður alla þriðjudaga í janúar og febrúar. Hver hópur fær 60 mín. kennslu í hvert skipti. Ekki var annað að heyra á nemendum eftir fyrsta tímann en þeim hafi þótt gaman. Fyrir utan það að dansinn er holl og góð hreyfing er hann hluti af þeirri lífsleikni sem öllum er nauðsynlegt að tileikna sér.