Leikskólahópur úr Klettaborg

Ritstjórn Fréttir

Á miðvikudaginn voru leikskólabörn að æfa sig að vera í grunnskóla og komu Fanney Rún, Heiðrún Hulda, Hilmar Elís, Oddfreyr Ágúst og Þorbjörn Ottó í heimsókn í 1.bekk ásamt leikskólakennara. Þau koma svo aftur í skólann í mars. Í lok janúar kemur næsti hópur í heimsókn og hlökkum við til. Því miður var myndasmiðurinn upptekinn en við stöndum okkur betur næst. Takk fyrir heimsóknina.