Viðurkenningar handa útvarpsfólki

Ritstjórn Fréttir

Þá er velheppnuðum útsendingum jólaútvarpsins lokið að þessu sinni. Dagskráin einkenndist af mjög fjölbreyttum og skemmtilegum þáttum. Að vanda fengu nokkrir nemendur viðurkenningar fyrir góðan árangur. Fréttamaður ársins er Ernir Daði Sigurðsson úr 8. bekk; útvarpsmenn ársins þeir Jóhannes Hjörleifsson úr 9. bekk og Stefan Pavlovic úr 10. bekk og  bjartasta vonin úr hópi tæknimanna er Kristján Páll R. Hjaltason. Besta auglýsingin að þessu sinni var frá Grillhúsinu en höfundar hennar og flytjendur eru Elfa  Dögg Magnúsdóttir, Edda María Jónsdóttir og Örn Einarsson úr 10. bekk.

Í flokknum besta handrit voru tilnefnd tvö handrit úr hverjum árgangi á unglingastigi. Það voru þær Auður Vilhelmína Jóhannesdóttir og Birta Kristín Jökulsdóttir sem báru sigur úr býtum fyrir handritið Jólin í gamla daga. Besti þátturinn var að mati dómnefndar Alls konar matur sem Vildís Ásta Guðmundsdóttir og Ólöf Inga Sigurjónsdóttir úr 10. bekk sáu um.

Val þeirra sem viðurkenningar hlutu var engan veginn auðvelt þar sem efni jólaútvarpsins var sérlega fjölbreytt og skemmtilegt og flutningur vandaður.