Þann 23. janúar verður undankeppni skólans fyrir Skólahreysti haldinn í Íþróttahúsinu og hefst kl. 12:50. Þetta verður í þriðja sinn sem skólinn tekur þátt í keppninni. Nemendur eldri deildar fara á pallana og hvetja þátttakendur sem eru úr 9. og 10. bekk. Eftir ágæta frammistöðu á fyrsta ári, döluðum við nokkuð í fyrra en nemendur eru staðráðnir í að bæta árangurinn í ár. Vesturlandskeppnin fer fram 12. febrúar kl 13:00 í Smáranum í Kópavogi. Lokakeppnin fer svo fram í Laugardalshöll 30. aprí.
Tvö fyrirtæki koma að Skólahreysti. Mjólkursamsalan er aðalstyrktaraðili en fyrirtækið hefur stutt íþróttakennara og verið öflugur tengiliður skólanna í gegnum Mjólkurdagsnefnd og átaksverkefna tengdum heilsu barna- og unglinga. Toyota sér um að útvega bíla í hraðaþraut keppninnar. Nánar er hægt sð lesa um Skólhreysti á http://www.skolahreysti.is/
Markmið skipuleggjara keppninnar er að efla hreyfingu barna. Gera gömlu góðu æfingarnar eftirsóknarverðar á ný.