Heimsókn frá danska vinabænum.

Ritstjórn Fréttir

Þessa dagana eru hér í heimsókn 22 nemendur frá vinabæ Borgarbyggðar í Danmörku úr Valdekilde Hövre Friskole ásamt kennurum, foreldrafulltrúa og leiðsögumanni. Nemendur dvelja á heimilum í þrjá daga og ýmislegt brallað á meðan á dvölinni stendur. Er það mikil ánægja að slíkt samband skuli komast á og vonandi að framhald verði á. Á sunnudag mun Borgarbyggð bjóða gestum og gestgjöfum til „farvelfest“ og munu Danirnir yfirgefa Borgarnes á mánudag.