Keppni í Skólahreysti

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 23. janúar fór fram undankeppni í Skólahreysti í íþróttahúsinu. Þvi miður voru keppendur helst til fáir en það breytir því ekki að uppákomur sem þessar setja skemmtilegan svip á skólastarfið. Þegar hinni eiginlegu keppni lauk reyndu nokkrir kennarar við þrautirnar og var því uppátæki vel tekið af fjölmörgum áhorfendum.