Stóra upplestrarkeppnin

Ritstjórn Fréttir

Fyrir skömmu var haldin upplestrarkeppni í 7. bekk, sem er forval fyrir Vesturlandskeppnina, Stóra upplestrarkeppnin sem haldin verður á Varmalandi um miðjan mars. Foreldrar, systkini og aðrir ættingar fjölmenntu. Nemendur lásu stutta kafla úr sögunum Öðruvísi dagar eftir Guðrúnu Helgadóttur og svipmyndir úr sögunni, Sjáumst aftur eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. Foreldrar höfðu dekkað veisluborð og meðan dómarnir gerðu upp hug sinn, gæddu gestir sér á góðgætinu. Í fyrsta sæti lenti Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, í öðru sæti var Úrsúla Hanna Karlsdóttir og í þriðja sæti Filippía Svava Gautadóttir.