Verðlaunaafhending

Ritstjórn Fréttir

Í hádeginu í dag kom Bjarni K Þorsteinsson slökkviluiðsstjóri í heimsókn í 3. bekk RHS. Erindið var að afhenda verðlaun heppnum nemenda sem hafði tekið þátt í verðlaunagetraun Landsambands slökkviliðsmanna fyrir jólin. Verðlaunin voru ekki af verri endanum, reykskynjari, bíómiði og bankabók með peningaupphæð ásamt viðurkenningarskjali. Hinn heppni heitir Kristján Guðmundsson og eru meðfylgjandi myndir frá afhendingunni.