Goði heimsækir 5. bekk

Ritstjórn Fréttir

Goði Vesturlands, Jónína Berg sem er myndmenntakennari við Grunnskólann í Borgarnesi, kom í heimsókn í 5. bekk. Henni hafði verið boðið af bekknum að koma og kynna ásatrú. En í námsefni 5.bekkjar um Landnám Íslands er talsvert fjallað um ásatrú og goðin. Börnin höfðu undirbúið sig vel fyrir heimsókn goðans og voru með margar spurningar fyrir hana. Þau fræddust heilmikið um blót og landvætti. Þótti goðanum ákaflega gaman að hve áhugasöm þau voru. Kom hún uppáklædd í sinn hátíðlegasta búning og sýndi þeim einnig nokkra muni sem tilheyra meðal annars blótum og giftingum.