Foreldraviðtöl

Ritstjórn Fréttir

Á morgun, öskudag, eru foreldraviðtöl hérna í skólanum og því engin kennsla. Byrja þau um kl. 8 en allir forráðamenn eru boðaðir sérstaklega. Boðið er upp á kakó og vöfflur og vonum við að gestir kunni vel að meta. Forráðamenn nemenda í 4. bekk sem og 7.-10. bekk eru beðnir um að svara könnun um ýmsa þætti tengda skólanum og skólagöngu barna sinna sbr. frétt hér að neðan. Er okkur nauðsyn að þátttaka verði góð því þessi könnun er liður í sjálfsmati skólans, auk þess að vera hluti af verkefninu „Skólavogin“ sem er verkefni á vegum Samtaka sveitarfélaga á Íslandi um lykiltölur í skólarekstri. Er Borgarbyggð aðili að þessu verkefni.