Lausar stöður við skólann

Ritstjórn Fréttir

Kennarar
Meðal kennslugreina eru enska á unglingastigi og almenn kennsla á yngsta- og miðstigi.
Starfsmaður á skólasafni
Laus er 75% staða starfsmanns á skólasafni. Meðal verkefna eru umsjón með safninu og safnakennsla.
Forstöðumaður skólaskjóls
Laus er 60% staða forstöðumanns skólaskjóls (lengd viðvera). Æskilegt er að umsækjandi sé uppeldismenntaður eða hafi mikla reynslu af sambærilegum störfum.
Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður grunnskóli með um 330 nemendur og þar starfar öflugur hópur metnaðarfullra kennara og annarra starfsmanna. Á næsta skólaári verður lögð áhersla á innra starf, fjölbreytilega og sveigjanlega kennsluhætti og endurmenntun.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störfin.
Umsóknarfrestur er til 19. maí 2003.
Nánari upplýsingar gefa Kristján Gíslason skólastjóri, kristgis@grunnborg.is, og Hilmar Arason aðstoðarskólastjóri, hilmara@grunnborg.is. Símanúmer skólans eru 437-1229 og 437-1183.
Sjá einnig heimasíðu skólans, www.grunnborg.is, og sveitarfélagsins, www.borgarbyggd.is.

Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs