Lok samræmdu prófanna

Ritstjórn Fréttir

Nú fyrir hádegi luku nemendur 10. bekkjar sínum samræmdu prófum. Var glímt við stærðfræðina að þessu sinni. Núna eftir hádegi fara nemendur í sund og síðdegis verður farið í óvissuferð. Komið verður til baka um kl. 23 í kvöld.

Á morgun eiga nemendur að mæta í skólann skv. stundaskrá en kennsla verður með töluvert oðru sniði þessa daga sem eftir er en hingað til. Á morgun og miðvikudag verður kennsla í skyndihjálp.