Stóra upplestrarkeppnin

Ritstjórn Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fá Vesturlandi fór fram á Varmaland 18. mars. Keppendur eru allir í 7. bekk og komu frá Heiðarskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólanum í Borgarnesi, Varmalandsskóla, Laugargerði og Grunnskólanum í Búðardal.
Umgjörð hátíðarinnar var öll sú glæsilegasta og til sóma fyrir Varmalandsskóla sem stóð að framkvæmdinni að þessu sinni. Þar var, auk upplesturs, boðið upp á tónlistaratriði sem nemendur Varmalandsskóla sáu um og veitingar sem voru m.a. í boði Mjólkursamsölunnar. Sparisjóðirnir eru einn af styrktaraðilum keppninnar og veittu þeir peningaverðlaun. Þrír keppendur, þær Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, Filipía Svava Gautadóttir og Úrsúla Hanna Karlsdóttir, kepptu fyrir hönd Grunnskólans í Borgarnesi. Þær stóðu sig afar vel og voru skólanum okkar til sóma en ekki hrepptum við verðlaun að þessu sinni. Sigurvegari keppninnar kemur frá Kleppjárnsreykjum en annað og þriðja sæti fór að Varmalandi.

Yfirlýst markmið verkefnisins er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Þótt yfirlýst markmið verkefnisins sé ekki flókið hefur komið í ljós að verkefnið er í raun miklu margslungnara og þjónar fleiri markmiðum