Egilssaga í 7. bekk

Ritstjórn Fréttir

Fimmtudaginn 2. apríl settu nemendur 7. bekkjar á svið nokkra leikþætti sem unnir voru upp úr Egilssögu Skalla-Grímssonar. Sýningin tókst vel í alla staði og eiga nemendur heiður skilinn fyrir frammistöðu sína. Einnig var mjög ánægjulegt að sjá hversu margir foreldrar og aðrir aðstandendur sáu sér fært að koma og njóta sýningarinnar.