Páskaþema í 5. bekk

Ritstjórn Fréttir

Í 5. bekk var þemavika síðustu vikuna fyrir páskafrí. Börnin fengu það verkefni að svara spurningunum: Hvað gerðist á pálmasunnudag, skírdag, föstudaginn langa, páskadag og uppstigningardag? Krakkarnir öfluðu sér heimilda og unnu úr þeim, teiknuðu myndir og fundu sálma sem tengjast þessum dögum. Ennfremur voru tekin til nokkur atriði sem þykja forvitnileg og skemmtileg í kringum páskahald. Kennarar voru með fræðslu um Hallgrím Pétursson og Passíusálma hans, fjallað var um Tórínó-líkklæðið og Oviedo-dúkinn, saga páskaeggsins skoðuð og smá umfjöllun um rússnesku Faberge eggin. Blásið var úr eggjum og þau máluð, gestakennari kom til okkar og kenndi okkur finnska dansinn Jenka . Þessari vinnu lauk svo með því að börnin buðu foreldrum sínum í heimsókn til að sjá afraksturinn og las bekkurinn fyrsta sálm Passíusálmanna og buðu foreldrum sínum upp í dansinn Jenka. Að þessu loknu fór allir heim í langþráð páskafrí.