Starfskynning

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 10. bekkjar eru nú í starfskynningu í fyrirtækjum hér í héraðinu. Er starfskynningin samstarfsverkefni Rotaryklúbbs Borgarness og skólans. Á morgun verur farið með nemendur í kynnisferð að Hvanneyri og Grundartanga þar sem álverið verður skoðað. Nemendur kynna svo þau fyrirtæki sem þeir heimsóttu á Rotaryfundi n.k. fimmtudag.