Gestir frá Svíþjóð

Ritstjórn Fréttir

Í dag, sunnudag, lentu gestir okkar á Keflavíkurflugvelli um kl. 15. Héldu þeir sem leið lá í Borgarnes með Sigurði skólabílstjóra. Síðan hittu þeir gestgjafana í skólanum og að aflokinni smá hressingu héldu allir til síns næturstaðar. Mikil dagskrá framundan og vonandi á veðrið eftir að leika við okkur öll þessa daga sem heimsóknin stendur yfir. Myndir koma síðar en hér má þó finna eina.