Fundur í umhverfisráði skólans

Ritstjórn Fréttir

Miðvikudagskvöldið 21. maí var síðasti fundur í umhverfisráði Grunnskólans í Borgarnesi. Það er þungamiðja Grænflaggs verkefnisins sem skólinn er þátttakandi í. Markmið þessa verkefnis er m.a að bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku. Auk þess að efla samfélagskennd innan skólans. Ráðið skipuleggur og stýrir verkefninu. Í umhverfisráðinu sitja fulltrúar 13 bekkjadeilda skólans, frá 4. – 10. bekkjar, 2 kennarar, 2 foreldrar, aðstoðarskólastjóri, gangavörður og húsvörður. Skólastjóri, Kristján Þ. Gíslason mætti á fundinn og þakkaði nefndarfólki fyrir gott starf í vetur og bauð síðan fundarmönnum upp á veitingar í tilefni þessara tímamóta. Verkefnið á sér heimasíðu, slóðin er: http://vefir.grunnborg.is/hilmara/flagg