38.472 kennslustundir að baki !!!

Ritstjórn Fréttir

Guðmundur Sigurðsson, sem hefur starfað í skólanum frá því 1959 var að kenna síðustu kennslustundina í dag. Nú taka við flutningar suður í Garðabæ þar sem hann hefur verið að hreiðra um sig í nýju raðhúsi. Starfsfólk skólans óskar honum allra heilla og þakkar kærlega ánægjulegar samverustundir.