Sunnudaginn 19. apríl, komu 31 nemendi ásamt og 6 kennurum og foreldrum í heimsókn í Grunnskólann í Borgarnesi frá Tullbroskolan í Falkenberg sem er vinabær okkar í Svíþjóð. Þetta voru nemendur, kennarar og foreldrar sem voru að endurgjalda heimsókn frá því í haust og voru þau hér á landi til föstudagsins 24. apríl. – Heimasíða skólans er http://www.edu.falkenberg.se/tullbroskolan
Heimsóknir sem þessar eru mikilvægar skólastarfinu þar sem nemendur kynnast jafnöldrum frá öðru landi, öðru tungumáli og menningarheimi. En til að verkefni af þessu tagi gangi upp, þarf samstillt átak allra sem að því standa, þ.e. nemenda, forráðamanna, kennara og skólastjórnenda. Nemendur Grunnskólans voru duglegir og samviskusamir í samskiptunum og fjáröflunum, foreldrar voru reiðubúnir þegar til þeirra var leitað, kennarar sáu um allt skipulag og skólastjórnendur veittu stuðning og komu að skipulagi verkefnisins. Hiti og þungi verkefnisins hvíldi á umsjónarkennurum í 10. bekk þeim Ingu Margréti Skúladóttur, Heiðrúnu Hafliðadóttur og Gunnhildi Harðardóttur deildarstjóra og foreldrafulltrúum bekkjanna. Allir sem standa að verkefninu eiga þakkir skyldar fyrir óeigingjarnt starf.
Gestir okkar lentu á Keflavíkurflugvelli um kl. 15:00 þann 19. apríl. Héldu þeir sem leið lá í Borgarnes, þar sem þeir hittu gestgjafana í skólanum og að aflokinni smá hressingu héldu allir til síns næturstaðar, á heimilum nemenda 10. bekkjar.
Á mánudegi mættu þeir í skólann og skoðuðu hann en síðan var farið í ratleik um Borgarnes. Eftir hádegið héldu gestirnir í skoðunarferð um Borgarfjörð og að henni lokinni var fariðá hestbak í nýrri og glæsilegri reiðhöll og deginum lokið í sundlauginni þar sem slegið var upp sundlaugarpartýi.
Á þriðjudegi var farið í landskeppni í körfubolta, fótbolta og bandy og höfðu Svíar betur en Íslendingar í bandý. Gestir og gestgjafar héldu síðan í velheppnaða ferð á Snæfellsjökul og um kvöldið fóru nemendur í Félagsmiðstöðina Mími.
Nemendur fóru síðan á Egilssýningu á Landnámsestrinu á miðvikudagsmorgun og eftir hádegismat á hótelinu fóru þau til Reykjavíkur og sáu nokkuð af því merkilegra sem borgin hefur upp á að bjóða og auðvitað var stoppað í Kringlunni. Um kvöldið var síðan haldin pizzuveisla og diskótek í Óðali um kvöldið skemmtu allir sér vel.
Snemma á fimmtudaginn rann upp kveðjustund þegar gestrinir héldu áleiðis suður en áttu þá eftir að fara Gullna hringinn um Suðurland og taka heilsubað í Bláa lóninu.
Þetta hafa verið góðir dagar og nemendur okkar verið sér og okkur öllum til sóma.