Hin árlega stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Vesturlands var haldin hinn 17. mars síðastliðinn. Til keppni mættu 138 nemendur frá 10 grunnskólum á Vesturlandi og Hólmavík. Síðastliðinn laugardag fengu síðan 10 nemendur í hverjum aldurflokki viðurkenningar í kaffisamsæti á Akranesi. Grunnskólinn í Borgarnesi átti þrjá fulltrúa í þeim hópi þau Þorkel Má Einarsson úr 8. bekk, Telmu Dögg Pálsdóttur og Alexander Gabríel Guðfinsson úr 9 bekk. Þorkell varð í öðru sæti í sínum aldurflokki og Gabríel varði tiltil sinn frá því í fyrra og varð efstur 9. bekkinga. Við óskum þeim öllum til hamingju með glæsilegan árangur.
(Myndirnar sem fylgja er fengnar að láni af vef FVA)