Krabbameinsfélagið verðlaunaði þrjá nemendur úr 10. bekk fyrir það að vera reyklaus. Er dregið úr stórum hópi nemenda af öllu landinu sem skila inn staðfestingu á því að þeir reyki ekki. Þeir nemendur sem fá afhenta vandaða bakpoka eru Margrét Pétursdóttir (hún fékk einnig viðurkenningu á síðasta ári), Gunnfríður Ólafsdóttir og Hákon Ólafur Hrafnsson.
Gunnfríður og Margrét fengu pokana sína í gær. Er þessum nemendum óskað til hamingju með þessar viðurkenningar.