10. bekkur í óvissuferð

Ritstjórn Fréttir

Í morgun lagði 10. bekkur upp í þriggja daga óvissuferð. Var haldið suður á bóginn en annað verður ekkki gefið upp að sinni. Fararstjórar eru þær R. Kristín Einarsdóttir og Anna Dóra Ágústdóttir. Er hópurinn væntanlegur heim að kvöldi fimmtudags.