Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi var haldinn í gær í Óðali.
Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundastörf , Álfheiður Marinósdóttir flutti skýrslu formanns um starfsárið, þar sem hún m.a. fjallaði um mikilvægi heimilis og skóla og hverju það skilaði börnunum. Skýrslu Álfheiðar má sjá hér.
Ný stjórn var skipuð sem mun taka við í lok skólaársins en hina nýju stjórn skipa: Erla Stefánsdóttir, Júlía Jónsdóttir, Kristín Amelía Þuríðardóttir, Stefán Sveinbjörnsson og varamaður Gunnar Gauti Gunnarsson. Enn vantar 1 varamann í stjórn og nýjan fulltrúa kennara.
Þegar hefðbundnum aðalfundastörfum lauk flutti Kristján Gíslason skólastjóri erindi um uppbyggingarstefnuna í Grunnskólanum. Erindið vakti áhuga og forvitni fundargesta, sem létu í ljós ósk um frekari kynningu á þessari áhugaverðu stefnu. Nokkrar umræður urðu um á hvernig formi hún gæti verið.