Skólanum verður slitið miðvikudaginn 4. júní í Íþróttamiðstöðinni. Hefst athöfnin kl. 13 og eru allir velkomnir. Öllum nemendum 1-9. bekkja verða þar afhentir vitnisburðir sínir.
Útskrift 10. bekkinga fer síðan fram í Hótel Borgarnesi og hefst kl. 17.