Frábær árangur í Íslandsmeistaramóti í samkvæmisdönsum

Ritstjórn Fréttir

Helgina 9. og 10. maí var Íslandsmeistaramót í grunnaðferðum í samkvæmisdönsum og bikarmót í frjálsri aðferð haldið í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti sem Grunnskólinn í Borgarnesi tekur þátt í keppninni en Eva Karen Þórðardóttir danskennari hefur kennt dans við skólann í vetur. Átta pör tóku þátt fyrir hönd skólans og stóðu þau sig öll með prýði.
Helgina 9. og 10. maí var Íslandsmeistaramót í grunnaðferðum í samkvæmisdönsum og bikarmót í frjálsri aðferð haldið í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti sem Grunnskólinn í Borgarnesi tekur þátt í keppninni en Eva Karen Þórðardóttir danskennari hefur kennt dans við skólann í vetur. Átta pör tóku þátt fyrir hönd skólans og stóðu þau sig öll með prýði.
Í flokki unglinga I B/D lentu Sólveig Gunnarsdóttir og Unnur Ársælsdóttir í 2. sæti, Filippía Gautadóttir og Úrsúla Hanna Kjartansdóttir í 3. sæti og Guðný Hulda Valdimarsdóttir og Arna Fannberg Þórsdóttir í 6. sæti í latín dönsum.
Í flokki unglinga II B lentu Birgir Elís Traustason og Díana Brá Bragadóttir 2. sæti, Sigríður Ásta og Hanna Olgeirsdætur í 3. sæti og Jón Ingi Sigurðsson og Valdís Björg Hilmarsdóttir í 5 sæti í latín dönsum.
Í flokki fullorðinna B hrepptu Björgvin Hafþór Ríkharðsson og Elsa Sveinsdóttir 1. sæti og urðu íslandsmeistarar í latín dönsum.