Samstarfsverkefni grunnskólans, Tómstundaskólans og leikskólanna í Borgarnesi stendur nú yfir og varir út skólaárið.
Markmið verkefnisins er að undirbúa væntanlega fyrstu bekkinga betur undir skólabyrjun að hausti. Börnin kynnast skólaumhverfinu, starsfólki skólans og Íþróttamiðstöðvar.
Nemendur leikskólans mæta nú kl. 08.00 í Tómstundaskólann og eru þar til hádegis. Út frá Tómstundaskólanum fara börnin í heimsókn í skólann, á bókasafn skólans, taka þátt í frímínútum,
heimsækja Tónlistarskólann, fara í sund og leikfimi hjá íþróttakennurum grunnskólans og fara á Hótel Borgarnes í hressingu.