Vorferð 1. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

1.bekkur fór í vorferð í gær, ferðinni var heitið í Grenigerði þar sem Ríta og Páll tóku á móti okkur og sýndu okkur það sem þau eru að vinna við. Við fengum að sjá fasana, hvernig unnið er með ullina og spunnið er á rokk. Síðan sýndu þau okkur hvernig þau vinna úr hesthárum og hornum. Það var vel teið á móti okkur og gaman að koma til þeirra.
Þar næst var gengið að hesthúsahverfinu þar sem Rúna, mamma Sóldísar og Guðmundur, pabbi Sigfúsar tóku á móti okkur ásamt Þórði og Kristjáni skólastjóra. Við skoðuðum hesthús og síðan fengu allir að fara á hestbak, teymt var undir öllum. Síðan var biti snæddur áður en lagt var af stað í rútu tilbaka. Þetta var mjög ánægjuleg ferð þar sem allir nutu sín, frábærir krakkar í góðum gír. Við þökkum þeim foreldrum sem komu með í ferðina, þeim sem hjálpuðu okkur við skipulagið og lánuðu okkur hesta.
Takk kærlega fyrir frábæra ferð
Kolfinna, Mumma Lóa og Lára Huld.