Kærkomin gjöf

Ritstjórn Fréttir

Í morgun fengu nemendur 1.bekkjar afhenta reiðhjólahjálma að gjöf frá Kiwanishreyfingunni og Eimskip.
Undanfarna daga hafa Kiwanismenn um allt land, í samstarfi við Eimskip, gefið börnum í fyrsta bekk grunnskóla reiðhjólahjálma, en það er árvisst verkefni hreyfingarinnar.
1. bekkur Grunnskólans í Borgarnesi fengu sinn hjálm í morgun en Sigurgeir Erlendsson kiwanismaður afhenti þá. Laufey Gísladóttir lögregluþjónn og Íris Sigmarsdóttir skólahjúkrunarfræðingur voru með fræðslu um öryggi í umferðinni og notkun hjálma fyrir börnin.