Danssýning

Ritstjórn Fréttir

Í hádeginu á miðvikudag var blásið til danssýningar í íþróttahúsinu. Þar sýndu listir sýnar þeir nemendur sem tóku þátt í íslandsmeistaramótinu í dansi fyrir nokkru eins og fram hefur komið á þessari síðu. Töluverður fjöldi fólks sá sér fært að koma á sýninguna ásamt nemendum 4 – 9. bekkja. Tókst sýningin í alla staði vel og er ótrúlegt hvaða árangri þessir krakkar hafa náð í vetur undir styrkri leiðsögn Evu Karenar Þórðardóttir.
Myndirnar tók Sigríður Leifsdóttir