Þann 6. maí fór 3. bekkur í fjöruferð í Akrafjöru. Rútan kom klukkan 8:15. Allir spenntu beltin og lagt var af stað. Við keyðum að Ökrum. Þegar þangað var komið hlupu allir niður í fjöru. Margir fóru að vaða og urðu blautir, aðrir fóru að skoða fjöruna. Þar var margt að sjá. Við sáum tvo tjalda í fjörunni og marga æðarfugla úti á sjó. Við sáum líka dauðan fugl, krabba, skeljar, kuðunga og þang. Við tókum fullt af allskonar dóti með okkur aftur í skólann. Þegar við vorum búið að skoða okkum um fengum við okkur nesti. Eftir nestið fórum við í leiðangur og fundum dauðan, augnlausan sel. Nokkrir krakkar mokuðu yfir hann sandi og jörðuðu hann þannig. Svo fóru allir í rútuna og aftur í skólann. Mikið var sungið á leiðinni, á báðum leiðum. Þetta var fróðlega og skemmtileg ferð. Eftir hádegið skoluðum við skeljarnar og annað sem við fundum í fjörunni og bjuggum til fjörulíkan.