Föstudaginn 22. maí fóru fimmtu og tíundu bekkingar upp að Borg til að planta trjám. Fimmtu bekkingar fóru fyrir hádegi og plöntuðu 240 hvítgreni plöntum af kvæminu Kenai sem komu frá Barra á Egilsstöðum! Þær voru tveggja ára og stærðin 15 – 25 cm. Nemendur skoðuðu m.a. plöntur sem þau höfðu gróðursett þegar þau voru í fyrsta bekk (haustið 2004) og náðu sumar plönturnar þeim í herðar! Auk þess að gróðursetja var farið í fuglaskoðun og drukkið nesti.
Eftir hádegi fóru svo tíundu bekkingar og gróðursettu 268 birki plöntur af kvæminu Bolholt sem komu líka frá Barra á Egilsstöðum. Þær voru eins árs og stærðin 8 – 15 cm. Ferðin gekk í alla staði vel fyrir sig, nemendur stóðu sig vel við gróðursetninguna. Veðrið var frábært, heiðskýrt, SA 8, 13°C.
Nemendur skólans hafa farið upp að Borg og gróðursett plöntur síðan 1997. Búið er að gróðursetja tæp 6 þús. plöntur í þessum gróðurreit sem skólinn hefur til afnota, sjá nánar hér að neðan:
Birki | Fura | Lerki | Greni | Ösp | Reynir | Víðir | ||
1997 | 330 | 86 | 416 | |||||
1998 | 30 | 60 | 90 | |||||
1999 | 300 | 300 | ||||||
2000 | 210 | 210 | ||||||
2001 | ? | |||||||
2002 | 81 | 81 | ||||||
2003 | 125 | 40 | 165 | |||||
2004 | 26 | 70 | 60 | 130 | ||||
2005 | 35 | 150 | 185 | |||||
2006 | 880 | 400 | 175 | 35 | 1490 | |||
2007 | 763 | 80 | 320 | 1163 | ||||
2008 | 320 | 252 | 252 | 824 | ||||
2009 | 240 | 268 | 508 | |||||
Samtals: | 3284 | 30 | 552 | 1360 | 126 | 175 | 35 | 5562 |