Árleg vorhátíð nemenda í 1. til 3. bekk var haldin í Skallagrímsgarði í dag. Veðrið lék við nemendur og aðstandendur þeirra sem fjölmenntu á þennan skemmtilega vorboða sem fest hefur sig í festi í starfi skólans.
Fyrstir á svið voru nemendur 1. bekkjar. Þeir sungu lag og fóru síðan hvert um sig með eina setningu um líkamann. Loks sungu þau aftur hressilegt lag. Næstir á svið voru nemendur 2. bekkjar en þeirra þema var land og þjóð sem fjallað var um í tali og tónum. Loks dansaði 3. bekkur vikivaka og viðstaddir tóku undir í laginu Sigling, sem við þekkjum kannski betur sem Hafið bláa hafið.