Skráning í Tómstundaskólann fyrir skólaárið 2009 – 2010

Ritstjórn Fréttir

Skráning í Tómstundarskólann fyrir skólaárið 2009 -2010 hefst miðvikudaginn 27. maí og stendur til 5. júní. Athygli er vakin á því að ákveða þarf tímafjölda og daga við skráningu að svo miklu leyti sem því verður við komið. Umsóknareyðublöðum skal skila til forstöðumanns, til ritara skólans, til umsjónarkennara eða sem viðhengi á gunny@grunnborg.is(nemendur sem nú eru í 1., 2., og 3. bekk þurfa að endurnýja sínar umsóknir).
Umsóknareyðublöð fylgja með en reglur og umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Grunnskólans í Borgarnesi á grunnborg.is hjá ritara grunnskólans og í Tómstundaskólanum. Vinsamlegast kynnið ykkur reglur Tómstundaskólans.
Stefnt er að opnum eftir sumarlokun 10. ágúst og að opið verði frá kl. 8:00 – 16:00 alla virka daga fram að skólabyrjun (nánar auglýst síðar).
Umsóknareyðublað má finna hér.