Smíðagrípir sýndir og metnir

Ritstjórn Fréttir

Skólaárið 2008-2009 hafa nemendur 7.bekkjar unnið að gerð spegla og bíla fyrir samkeppni sem haldin skildi í skólalok.
Þann 27.maí var svo haldin sýning utandyra í blíðskapar veðri þar sem afraksturinn var sýndur. Margir komu og börðu verkefnin augum.
Dómarar völdu þrjá best unnu gripina, annars vegar hjá stelpum og hins vegar strákum. Dómarar voru þau Kristinn Sigurmundsson og Oddný Bragadóttir og valið var erfitt. Fá þau kærar þakkir fyrir sitt framlag. Nemendur unnu verkefnin algjörlega sjálfir undir handleiðslu kennara. Mjög gaman var að vera viðstödd alla þessa vinnu og verða vitni að þeirri eljusemi og þeim áhuga sem skein úr augum nemendanna í allan vetur. Svo niðursokknir voru þeir að ítrekað þurfti að ýta þeim í frímínútur og erfitt var að fá þá til að hætta vinnu í lok tímans, slíkur var áhuginn. Þakka ég öllum nemendum 7.bekkjar fyrir skemmtilegan vetur. Sjáumst hress í haust á nýju skólaári.
Anna Dóra Ágústsdóttir smíðakennari.