Vorferð og skemmtilegheit

Ritstjórn Fréttir

Fimmti bekkur hefur verið í skemmtilegheitum í bland við nám núna síðustu tvær vikur þessa skólaárs. Farið var að Eiríksstöðum í Haukadal í tilgátubæinn. Staðarhaldari, Sigurður Jökulsson tók þar á móti hópnum og spjallaði um ýmislegt sem tengist landnámsmönnum, lífi þeirra og störfum. Mest þótti nemendum gaman að fá að handleika hina ýmsu muni sem eru í bænum, eins og sverð og skildi, hjálma og skinn. Bakað var brauð að hætti víkinga á langeldinum og smurt með Smjörva að hætti nútímamannsins. Því næst var litið við í Mjólkursamlaginu í Búðardal. Sævar Hjaltason framkvæmdastjóri tók þar á móti hópnum og fengu nemendur að fylgjast m.a. með pökkun á Dala-Feta og LGG+. Í lokin fengu svo allir bol merktan MS.
Í blíðvirðinu síðastliðinn miðvikudag fór allur bekkurinn saman hjólandi upp í Bjargsland í fjöruferð. Allir fóru úr sokkum og skóm og dýfðu tánum í sjóinn – sumir bleyttu dálítið meira.