Skólaslit 1. til 9. bekkja

Ritstjórn Fréttir

Að morgni fimmtudagsins 4. júní voru skólaslit hjá 1. til 9. bekk. Voru þau með svipuðu sniði og undanfarin ár. Safnast var saman við skólann kl. 10 þaðan sem gengið var fylktu liði til íþróttasvæðisins. Þegar þangað var komið skiptu nemendur sér í fyrirfram ákveðna leikjahópa, auk þess boðið var uppá á pylsur og Svala í Skallagrímsgarði. Allir virtust finna sér viðfangsefni við hæfi og óhætt er að segja að eins og endranær hafi þessi uppákoma heppnast vel. Að lokum var safnast saman á íþróttavellinum og farið í stórfiskaleik en að honum loknum fengu nemendur afhentar einkunnir, auk þess sem nokkrir voru svo heppnir að fá bók að gjöf vegna þátttöku í átakinu „Bókaverðlaun barnanna“.