2. bekkur í vorferð

Ritstjórn Fréttir

2. bekkur fór í Hafnarskóg í vorferðina í sól og blíðu. Þar var farið í ratleik sem allir tóku virkan þátt í. Síðan var farið í fjöruna og sullað í læknum. Að lokum grilluðu foreldrafulltrúarnir handa okkur pylsur sem voru vel þegnar eftir mikla og góða hreyfingu.