Útskrift 10. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólanum í Borgarnesi var formlega slitið fimmtudaginn 4. júní þegar nemendur 10. bekkjar voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn, svo sem hefð er fyrir. Ávörp voru haldin, verðlaun og einkunnir afhentar og foreldrar buðu til mikillar veislu í lokin. Ekki má gleyma að minnast á þrenn stórgóð tónlistaratriði sem nokkrir nemendur stóðu fyrir.
Starfsfólk skólans vill þakka þessum góðu nemendum sem nú útskrifuðust samvistina á undanförnum árum auk þess sem við óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.