Í vetur voru þriðju bekkingar að læra um ólíka siði og trúarbrögð í heiminum. Farið var í það verkefni að senda dúkkulísur (þau sjálf) til ættingja og vina út um allan heim. Hugmyndina af þessu verkefni fengum við þegar Flata-Emily heimsótti okkur frá Minnesota í fyrravor. Á meðan dúkkulísurnar dvöldu að heiman skrifuðu þær dagbækur með aðstoð, tóku myndir og lásu sögur og ævintýri frá þeim löndum sem þær dvöldu í. Þær komu svo heim reynslunni ríkari og miðluðu af þekkingu sinni. Þetta var sérstaklega skemmtilegt verkefni og eru krakkarnir sammála því að þetta hafi verið eitt það skemmtilegasta sem þau gerðu í skólanum í vetur. Dæmi um þau lönd sem dúkkulísurnar heimsóttu, Ástralía, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Þýskaland, Bandaríkin, Bretland og Pólland. Ævintýrin sem við lásum voru meðal annars Grísirnir þrír, Gullbrá og bangsarnir, Eldfærin, saga um ástralska jólasveininn og fleira. Börnin lærðu mikið í landafræði, um heit og köld lönd, tímamismun, ólíka siði og venjur, að skrifa bréf og margt fleira.