Skólasetning

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi hefur nú verið settur í 102. skipti. Nemendur komu saman í íþróttahúsinu kl. 13 í dag þar sem Kristján Þ. Gíslason skólastjóri hélt ræðu og setti að henni lokinni skólann. Að því búnu gengu nemendur til skóla þar sem þeir hittu umsjónarkennara sína.
Skólahald hefst síðan samkvæmt stundaskrá í fyrramálið, 25. ágúst.