Mentorverkefnið

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi og Menntaskóli Borgarjarðar hafa tekið höndum saman um að bjóða nemendum sínum að taka þátt í Mentorverkefninu.
Mentorverkefnið Vinátta er samfélagsverkefni og er eitt meginmarkmið þess að háskóla- og framhaldsskólanemendur vinni að velferð barna og öðlist víðtæka reynslu í samskiptum við börn. Áhersla er lögð á gagnkvæman ávinning og hagsmuni samfélagsins í heild af því að börn og ungmenni kynnist og læri af aðstæðum hvers annars. Langtímamarkmið mentorverkefnisins Vináttu er að auka við möguleika barna til lífsgæða með því að bæta við reynslu þeirra jákvæðum upplifunum af samveru við fleiri fullorðna aðila en eru í lífi þeirra. Tengslin sem myndast geta bætt sjálfsmynd barns sem m.a. getur komið fram í auknum námsáhuga og lífsleikni. Háskóla- og framhaldsskólanemar fá hins vegar tækifæri til að verða fyrirmyndir í lífi barna og öðlast innsýn í hugarheim barna á grunnskólaaldri.
Umsóknum skal skilað til ritara skólans í síðasta lagi föstudaginn 25. september.
Nánari upplýsingar er hægt að finna á vefsíðunni http://www.vinatta.is/.